NTC

Te & Kaffi hættir í verslun Eymundsson á AkureyriTe & Kaffi á horninu til margra ára. Mynd: Kaffid.is/Ingibjörg.

Te & Kaffi hættir í verslun Eymundsson á Akureyri

Kaffihúsið Te & Kaffi kemur til með að loka um mánaðarmótin. Þetta staðfestir Halldór Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Te & Kaffi, í samtali við Kaffid.is. Hann segir það miður að verið sé að loka kaffihúsm keðjunnar í Eymundsson verslunum landsins.

Farsælt samstarf í 13 ár

Kaffihúsakeðjan rekur samtals þrettán kaffihús, þar af tólf í Reykjavík og eitt á Akureyri. Te & Kaffi og Eymundsson hafa verið í samstarfi í rúmlega áratug en kaffihúsið hér á Akureyri hefur verið starfrækt frá árinu 2007. Áframhaldandi samningar náðust ekki á milli fyrirtækjanna og því lokar kaffihúsið á Akureyri ásamt þeim kaffihúsum fyrir sunnan sem eru í Eymundsson verslunum. „Því miður erum við að loka kaffihúsinu okkar í Eymundsson í lok mánaðar. Við höfum þó ekkert annað en gott um Pennann að segja enda hafa fyrirtækin átt í góðu og farsælu samstarfi í rúm 13 ár og við útilokum ekki frekara samstarf fyrirtækjanna í framtíðinni,“ segir Halldór.

Verið að skoða áframhaldandi rekstur á Akureyri

Ekki er víst hvort eða hvenær Te & Kaffi opnar annað kaffihús á Akureyri en mikill áhugi er þó fyrir því hjá stjórnendum. „Við höfum áhuga á að opna annan stað á Akureyri í framtíðinni og erum að skoða nokkra möguleika en erum ekki komin með neina tímasetningu á það ennþá,“ segir Halldór.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó