Páll Viðar Gíslason hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks Magna. Páll óskaði eftir því að láta af störfum og hefur stjórn Magna orðið við þeirri ósk hans. Þá hefur Sveinn Þór Steingrímsson fyrrum aðstoðarþjálfari KA og þar áður aðalþjálfari Dalvík/Reynis tekið við Magna.
„Stjórn Íþróttafélagsins Magna þakkar Páli Viðari fyrir afar góð störf í þeirri miklu uppbyggingu sem hefur verið síðustu ár hjá Magna á Grenivík og óskum við Páli velfarnaðar og góðs gengis í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.„ segir í yfirlýsingu frá Magna.
Sveinn Þór gerir 3ja ára samning við Magna og mun hans fyrsta verkefni verða að reyna halda liðinu í Inkasso deildinni en liðið situr í neðsta sæti deildarinnar með 10 stig þegar 7 umferðir eru eftir.
UMMÆLI