NTC

Meira en milljón úthlutað úr nýstofnuðum minningarsjóði BaldvinsMynd: Skapti Hallgrímsson

Meira en milljón úthlutað úr nýstofnuðum minningarsjóði Baldvins

Föstudaginn 12.júlí síðastliðinn var úthlutað í fyrsta sinn úr Minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar. Sjóðurinn var settur á stofn í júnímánuði af fjölskyldu og vinum Baldvins sem lést þann 31.maí síðastliðinn eftir fimm ára baráttu við krabbamein.

Sjóðnum er ætlað að styrkja einstaklinga, félög eða hópa á sviði íþrótta- og mannúðarmála sem er í anda Baldvins.

Þremur styrkjum var úthlutað og var heildarupphæð styrkjanna 1,2 milljónir króna. Félögin sem hlutu styrk voru Minningarsjóður Heimahlynningar á Akureyri, Kraftur og DM félag Íslands.

Heimahlynning á Akureyri er teymi hjúkrunarfræðinga sem aðstoðar krabbameinssjúklinga og veitir þeim heimaþjónustu sem gefur sjúklingum kost á því að dvelja sem lengst heima við sem var tilfellið hjá Baldvini. Minningarsjóður Heimahlynningar styður skjólstæðinga Heimahlynningar með kaupum á lyfjum og tækjum svo eitthvað sé nefnt. Eru aðstandendur Baldvins ævinlega þakklát Heimahlynningu fyrir þeirra hjálp.

Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Baldvin var félagsmaður í Krafti og fylgdist með starfsemi félagsins þó hann hafi ekki tekið mikinn þátt sjálfur. Styrknum er ætlað að hjálpa til við að efla starfsemi Krafts á landsbyggðinni.

DM félag Íslands. DM er erfðasjúkdómur sem móðurafi Baldvins lést úr fyrir 9 árum síðan, 64 ára að aldri. Fleiri ættingjar Baldvins bera sjúkdóminn. Til að mynda 9 ára gömul frænka hans sem var Baldvini afar kær.

Sem fyrr segir er þetta fyrsta úthlutun úr sjóðnum en stefnt er að því að hafa tvær úthlutanir á ári frá og með janúar 2020.

Þeir sem vilja styrkja sjóðinn er bent á reikingsupplýsingar hér að neðan.
Reikningsnúmer: 565-14-603603
Kennitala: 670619-0950

Facebook síða Minningarsjóðs Baldvins Rúnarssonar

VG

UMMÆLI

Sambíó