Leikskólinn Árholt opnar á ný – Yngstu börn til þessa fá leikskólaplássLeikskólinn Árholt er á lóð Glerárskóla.

Leikskólinn Árholt opnar á ný – Yngstu börn til þessa fá leikskólapláss

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt viðbótarfjárveitingu að upphæð 20 milljón króna til endurbóta á leikskólanum Árholti í Glerárhverfi. Leikskólanum Árholti var lokað árið 2003 en verður nú opnaður á ný. Húsnæðið mun hýsa starfsemi leikskóla fyrir yngri börn á aldrinum 17-18 mánaða sem tekur til starfa þann 1. september nk. Leikskólinn kemur til með að rýma 24 börn.

Færri leikskólabörn hafa komist að en vilja í leikskólum bæjarins og leikskólamál verið hávær umræða innan bæjarins. Opnun leiksólans í Árholti er eitt skref bæjaryfirvalda í að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla en foreldrar alla barna sem fædd voru á fyrstu mánuðum ársins 2018 hafa fengið tilboð um leikskólavist. Þetta eru yngstu börn til þessa til að fá leikskólapláss en á síðasta ári voru yngstu börnin sem fengu pláss 19 mánaða.

Mikil þörf á fjölgun leikskólaplássa

Árholt er á lóð Glerárskóla, en auk þess er unnið að byggingu miklu stærri leikskóla á sömu lóð. Ákveðið hefur verið að loka fimm ára leikskóladeild Glerárskóla í haust vegna dræmrar aðsóknar, en samt er talin mikil þörf á fjölgun leikskólaplássa í hverfinu

Ákveðið var að bíða með að koma upp færanlegum kennslustofum en að störfum er starfshópurinn Brúum bilið sem vinnur að tillögum um framtíðaruppbyggingu leikskólamannvirkja í bænum. Ingibjörg Isaksen, formaður fræðsluráðs, segir í bréfi sem sent var á foreldra í maí að Árholt hafi ekki komið til greina þegar til stóð að hafa færanlegar kennslustofur í Lundarseli. „Þegar möguleikinn með Árholt opnaðist fannst okkur þetta vera skynsamlegri lausn,“ segir Ingibjörg.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó