Listaverkið „Orbis et Globus“ er kennileiti heimskautsbaugsins á Grímsey og hefur verið síðan haustið 2017. Listaverkið er átta tonna steinkúla. Íbúar í bænum eru ekki ánægðir með kúluna og segja hana lítið hafa gert annað en að draga ferðamenn úr bænum. Þetta kemur fram á mbl.is í dag.
Guðrún Inga Hannesdóttir sem situr í hverfisráði Grímseyjar segir að kúlan hafi lítið gert fyrir íbúa eyjunnar. Það sé þriggja tíma gangur frá bryggjunni, fram og til baka, að kúlunni. Það sé því hæpið að fólk nái að skoða hana sem komi með flugi í einn og hálfan tíma.
„ „Það sem kúlan hefur aðallega gert er að hún dregur alla ferðamenn úr bænum. Áður var heimskautsmerkið bara rétt hjá flugvellinum og allir voru alsælir að ganga þar yfir,“ segir Guðrún á mbl.is
Í fundargerð á íbúafundi sem haldin var snemma í mánuðinum kemur fram að íbúar vilji færa kúluna nær bænum, ferðamönnum finnist þeir sviknir þegar þeir nái ekki að fara að kúlunni í leiðsögnum um eyjuna.
Sjá einnig:
UMMÆLI