Tryggvi Snær yfirgefur Valencia

Tryggvi Snær yfirgefur Valencia

Körfuknattleikskappinn Tryggvi Snær Hlinason hefur yfirgefið spænska stórliðið Valencia. Félagið tilkynnti þetta fyrr í mánuðinum.

Tryggi gekk til liðs við Valencia frá Þór Akureyri árið 2017 og gerði fjögurra ára samning við félagið.

Tryggvi er landsliðsmiðherji íslenska landsliðsins en hann lék á láni hjá Monbus Obradorio í næstefstu deild spænska körfuboltans á síðasta tímabili. Árið 2018 tók hann þátt í nýliðavali NBA deildarinnar sumarið 2018, en var ekki einn af þeim 60 sem NBA lið völdu.

Samkvæmt heimildum Kaffið.is vilja Þórsarar fá Tryggva til að styrkja liðið fyrir komandi átök í Domino’s deild karla en óvíst er hvar Tryggvi endar fyrir næsta tímabil.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó