Summi Hvanndal gefur frá sér nýtt lagSummi Hvanndal. Mynd: Linda Ólafsdóttir.

Summi Hvanndal gefur frá sér nýtt lag

Summi Hvanndal hefur gefið frá sér nýtt lag sem ber nafnið Vor. Lagið er eftir Summa og texti er eftir Ásgrím Inga Arngrímsson. 
Summi Hvanndal hefur getið sér gott orð sem einn af forsprökkum norðlensku hljómsveitarinnar Hvanndalsbæðra ásamt því að hafa komið að hinum ýmsu hljómsveitum og tónlistarverkefnum í gegnum tíðina. 
Lagið Vor er hluti af hljómplötu sem Summi er að setja saman í samstarfi við þá Hauk Pálmason og Pétur Hallgrímsson en verkefnið er styrkt af Hljóðritasjóði og Menntamálaráðuneytinu.

Tónlistin á plötunni sem er í vinnslu verður heldur ólík þeirri tónlistar sem ég hefur verið að gera t.a.m með Hvanndalsbræðrum þar sem léttleikinn og grínið er skammt undan, hér verður örlítið dýpri tónn með dass af dramatík. Þetta eru í raun lög sem hafa orðið til með árunum en ekki átt neinn farveg í þeirri tónlist sem ég hef verið að vinna. Við erum svolítið að leika okkur með þetta og ég gef Hauki og Pétri algjörlega frjálsar hendur með þá hljóðheima sem þeir vilja færa lögin í en Pétur spilar á hin ýmslu strengjahljóðfæri og Haukur sér um slagverk ásamt því að taka upp og mixa. Stefnt er að útgáfu plötunnar síðar á þessu ári.

https://www.youtube.com/watch?v=x1RLcYt51yw
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó