Útskrift Háskólans á Akureyri fór fram um helgina en um er að ræða stærsta útskriftarárgang skólans frá upphafi. Föstudaginn 14. júní voru brautskráðir kandídatar af framhaldsnámsstigi og á Háskólahátíð á laugardaginn voru kandídatar í grunnnámi brautskráðir. Alls voru brautskráðir 419 kandídatar, 303 í grunnnámi og 116 í framhaldsnámi.
Þá voru 88 sem útskrifuðust af heilbrigðisvísindasviði, 234 af Hug- og félagsvísindasviði og 97 af Viðskipta- og raunvísindasviði.
Nánar um útskriftina og myndir frá athöfninni má nálgast á vef Háskólans á Akureyri, með því að ýta HÉR.
UMMÆLI