Brautskráning Háskólans á Akureyri á laugardaginn – Útskrifa nemendur með BA í lögreglu- og löggæslufræðum í fyrsta sinnFrá Háskólahátíð Háskólans á Akureyri 2018.

Brautskráning Háskólans á Akureyri á laugardaginn – Útskrifa nemendur með BA í lögreglu- og löggæslufræðum í fyrsta sinn

Brautskráning Háskólans á Akureyri verður haldin hátíðleg um helgina og skiptist niður á tvo daga, líkt og í fyrra. Föstudaginn 14. júní munu nemendur á framhaldsnámsstigi brautskrást en á Háskólahátíð laugardaginn 15. júní munu verða brautskráðir kandídatar til bakkalárprófs og diplómunemendur á grunnstigi. Þá mun Háskólinn á Akureyri í fyrsta sinn brautskrá nemendur með BA í Lögreglu og löggæslufræðum.

,,Háskólahátíð verður að vanda sjónvarpað beint á sjónvarpsstöðinni N4, en einnig á Facebook og á vef HA, og hefst hún kl. 11. Að athöfn lokinni báða dagana verður boðið til móttöku þar sem allir gestir – líka þeir sem gátu ekki verið viðstaddir brautskráninguna – eru velkomnir. Boðið er upp á léttar veitingar og húsnæðið verður opið til skoðunar,“ segir í tilkynningu á vef skólans.

Undanfarin ár hefur skapast sú hefð að heiðursgestur ávarpi kandídata. Í fyrra hélt Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mjög hvetjandi ræðu þar sem hún gaf kandídötum góð ráð í veganesti. Í ár mun Vilborg Arna Gissurardóttir ævintýrakona og pólfari heiðra gesti hátíðarinnar og flytja ávarp.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó