NTC

Fékk senda köku að sunnan með veðurspánni – ,,Leiðist ekki að láta mig vita þegar það er betra veður í borginni“

Fékk senda köku að sunnan með veðurspánni – ,,Leiðist ekki að láta mig vita þegar það er betra veður í borginni“


Veður á Suðurlandi hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur en sólin hefur sjaldan látið sjá sig jafn lengi þar eins og nú. Veðurfar hefur verið það gott að þessir sólríku dagar í lok maí og byrjun júní eru betri en allt síðasta sumar samtals, enda sást lítið til sólar sumarið 2018 í Reykjavík.

Veðrið hefur nú verið gott það lengi að það hefur stígið sumum borgarbúum til höfuðs. Þetta staðfestir Pétur Elvar Sigurðsson á facebook-síðu sinni í dag þegar hann fékk fremur óforskammaða sendingu að sunnan. Pétur og frændi hans Baddi, sem er sunnlendingur, hafa lengi deilt um hvar besta veðrið á Íslandi sé að finna. Pétur hefur iðulega haft vísindin sín megin, að besta veðrið sé á Norðurlandi, nema nú þessa síðustu daga hefur borgin haft betur.

Sendingin að sunnan var súkkulaðikaka hlaðin sælgæti og með veðurspánni á toppnum. „Ég á frænda í Reykjavík sem leiðist ekki að hringja í mig og láta mig vita þegar það er betra veður í borginni en á Akureyri. Núna gekk hann þó skrefinu lengra…Takk Baddi, þessi kaka bætir klárlega upp sólarleysið,“ segir Pétur í facebook-færslunni þar sem hann deilir myndinni af kökunni.

Við biðjum lesendur okkur þó að örvænta ekki, hið sanna norðlenska góða veður er væntanlegt í næstu viku.

Tengdar fréttir:

VG

UMMÆLI

Sambíó