Framsókn

Heimsmeistaramót í íshokkí haldið á Akureyri 2020Mótið verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri. Mynd: Jónatan/Kaffid.is

Heimsmeistaramót í íshokkí haldið á Akureyri 2020

Heimsmeistaramótið í íshokkí kvenna verður haldið á Akureyri dagana 23. – 29. febrúar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skautafélagi Akureyrar. Félagið er vitaskuld mjög ánægt með þessa viðurkenningu og skipulagning fyrir mótið komin á fullt skrið.

„Þetta er í annað sinn sem slíkt mót er haldið á Akureyri og virkilega ánægjulegt að Akureyri sé orðin fullviðurkenndur keppnistaður fyrir mót af þessari stærðargráðu. Íslenska kvennalandsliðið er þáttakandi á mótinu og því ennþá skemmtilegra fyrir okkur Akureyringa að fá slíkt mót hingað heim,“ segir í tilkynningunni.

Frekari fréttir af mótinu eru væntanlegar á næstunni og Kaffið mun fylgjast vel með.

Sambíó

UMMÆLI