NTC

Þungunarrof á Íslandi

Þungunarrof á Íslandi

Sara María, formaður Femínistafélags Menntaskólans á Akureyri, skrifar:

Nú hefur þungunarrof verið mikið í umræðunni en fyrir þeim geta verið ótal ástæður. Fæstir jafnaldrar mínir eru t.d. tilbúnir fyri barneignir. Þau eru í námi, lifa ódýrum lífstíl og langflest reiða á foreldra til þess að halda þeim uppi svo það er ekki sjálfsagt að geta haldið annari manneskju uppi líka.

Einstaklingur á ungum aldri upplifir sig líka oft sjálft enn sem barn og því ekki tilbúið að ala annað barn upp. Einstaklingur sem er þungaður ætti alltaf að eiga val. Er hann tilbúinn? Sér hann fram á að geta gefið barninu gott líf? Kannski er einstaklingur ekki tilbúinn til þess að fara í þungunarrof en veit þó að hann gæti aldrei gefið barninu það líf sem það á skilið. Það getur verið æskilegt að gefa barnið til ættleiðingar, þar sem það getur fengið gott líf og fengið sömu tækifæri og önnur börn. Það ætti ekkert barn að þurfa að vera til og hafa það ömurlegt bara vegna þess að foreldið átti engra aðra kostra völ. Þótt þungaður einstaklingur sé ungur gæti hann þó verið tilbúinn í að eignast barn og þá er frábært að hann fái tækifæri til þess að sinna því gefandi hlutverki. 

Báðir foreldrar spila stór hlutverk og auðvitað eiga báðir foreldar að hafa eitthvað um málið að segja en lokaákvörðun liggur alltaf hjá þeim sem þarf að ganga með barnið. Hann þarf  leggja líkaman sinn undir gríðarlegt álag sem getur jafnvel verið lífshættulegt. 

Auðvitað eiga allir rétt á sínum skoðunum og þess vegna finnst mér að ef fólk er þvert á móti þungunnarrofi ætti það aldrei að fara í slíkt sjálft. Það er óþarfi að skipta sér af öðrum. Það má líka alltaf skipta um skoðanir, þú mátt vera á móti þeim einn daginn en með þeim annan daginn. Þú mátt líka vera hlutlaus. Í rauninni skiptir ekkert álit máli nema þess sem ber barnið því sú manneskja þarf að ákveða hvort hún vilji koma með nýtt líf inn í þennan heim? 

Fíkniefnaneysla gæti líka spilað inn í, ef að sá sem gengur með barnið hefur verið í neyslu eru miklar líkur á að barnið muni eiga mjög erfitt líf, jafnvel kvalarfullt og í þeim aðstæðum er mjög mikilvægt að allir möguleikar séu í boði.  

Er það rétta í stöðunni að þegar einhver vill binda enda á þungun að þeim sé neitað og lesin yfir þeim pistill um getnaðarvarnir. Það er orðið of seint þá, en þau hins vegar geta lært af því og ef getnaðarvarnir voru ekki til staðar geta þau passað sig í framtíðinni. Margar þunganir verða þó  þrátt fyrir að getnaðarvarnir voru til staðar. 

Einnig verða ekki allar þungir til með samþykki beggja aðilla. Stundum er um nauðgun að ræða og þá oft, skiljanlega, óhugsandi fyrir einstakling að eiga það barn. Algengt er að nauðganir verði innan fjölskyldu og þá er mjög líklegt að fóstrið myndi þroskast í óheilbrigt barn sem myndi eiga erfitt og kvalarfullt líf. 

Einnig er mjög mikilvægt fyrir stjórnvöld að taka það til greina að þegar barn er þvingað inn í heiminn er það auka kostnaður fyrir þau. Ætla þau þá í staðinn fyrir að leyfa þungunarrof að hjálpa foreldum í vanda? Ætla þau að hækka barnabætur og ætla þau að sjá til þess að öll börn fái þá ást og umhyggju og þau eiga skilið?

Ástæður til þungunarrofs eru ótal margar og því mjög mikilvægt að sá valmöguleiki sé í boði fyrir þá sem kjósa hann. Það á ekki að ákveða fyrir einstakling hvað sé best fyrir hann og hvað sé hreinlega löglegt á þessu sviði þar sem líkami hvers og eins er hans og aðeins hans. Mér finnst mikil fáfræði oft liggja á bakvið þá aðilla sem dæma aðra fyrir þungunarrof þar sem aðeins einstaklingurinn sjálfur getur metið sínar aðstæður. 

VG

UMMÆLI

Sambíó