Adell snyrtistofa opnaði fyrir fimm árum á Akureyri og var starfandi sem hár og snyrtistofa. Fyrr á árinu tóku nýir rekstraraðilar við staðnum og gerðu hann upp. Hjónin Sigríður Inga Einisdóttir, eða Inga hársnyrtir, og Magnús B Guðmundsson.
Nú eru starfandi hjá Adeell 4 hársnyrtar, 1 nemi, 1 fótaðgerðafræðingur og 1 naglafræðingur.
Það eru : Inga hársnyrtir, Arna Björk hársnyrtir, Harpa Birgis hársnyrtir, Ólöf Ásdís hársnyrtir, Hildur Ellen hársnyrtinemi, Þórey fótaaðgerðafræðingur og Snæborg naglafræðingur.
Fyrir breytingar var stofan með tveimur snyrtiherbergjum og þremur klippistólum í aðalrými. Nú hefur stofan verið gerð upp og eru nú 6 klippistólar og öðru snyrtiherberginu hefur verið breytt í hárþvotta- og litablöndunar aðstöðu.
Hönnunin og breytingarnar voru allar gerðar af Ingu, manninum hennar Magnúsi B Guðmundssyni og pabba hennar Eini V Björnssyni ásamt hjálp frá góðum vinum og vandamönnum.
Þessi færsla er auglýsing. Til þess að fá upplýsingar um auglýsingar á Kaffinu getur þú smellt hér.
Fyrir breytingar:
Eftir breytingar:
UMMÆLI