Framsókn

4000 heimsóknir á Eyfirska safnadaginnMynd: Tekin á Mótorhjólasafni Íslands á Eyfirska safnadaginn.

4000 heimsóknir á Eyfirska safnadaginn

Eyfirski safnadagurinn í ár var sá fjölsóttasti frá upphafi. Sá Eyfirski fór fram á sumardaginn fyrsta sl. í blíðskaparveðri en dagurinn var fyrst haldinn árið 2007. Heimsóknir á söfnin á Eyfirska safnadaginn í ár voru í kringum 4000 talsins.

Sextán söfn og sýningar opnuðu dyr sínar fyrir gestum og gangandi á en þema dagsins í ár var: ferðalög.
Markmiðið með deginum, sem fer fram árlega, er að vekja athygli á fjölda fróðlegra og forvitnilegra safna sem eru við Eyjafjörð. Enginn aðgangseyrir er að söfnunum á Eyfirska safnadeginum. Starfsfólk safnanna við Eyjafjörð og skipuleggjendur dagsins eru í skýjunum með heimsóknartölur og þakka öllum kærlega fyrir komuna.

VG

UMMÆLI

Sambíó