Dansstúdíó Alice á leið með 8 atriði á Dance World Cup í Portúgal

Dansstúdíó Alice á leið með 8 atriði á Dance World Cup í Portúgal

Ísland eignaðist í fyrsta skipti landslið í danslist á þessu ári. Keppt var um þátttökurétt í DANSlandsliðinu þann 30. Mars á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu þar sem 200 dansarar frá listdansskólum landsins tóku þátt. Dansstúdíó Alice á Akureyri keppti með níu atriði og náðu 8 af þeim að tryggja sér pláss í landsliðinu.


Jóhanna, Berglind og Helga keppa í flokki 9 ára og yngri sem tríó í Show Danc

„Við höfum dansað mjög lengi en aldrei keppt og ég held að það þýði ótrúlega mikið fyrir okkur allar að hafa náð þessu stigi í fyrsta skipti sem við kepptum. Þetta setur markmiðið bara miklu hærra,“ segir Auður Anna Jónasdóttir, dansari og danskennari hjá Stúdíó Alice, í viðtali við N4.

Yfir 40 lönd koma til með að keppa á alheimskeppni DWC (e. Dance World Cup) sem haldin verður í borginni Braga í Portúgal í sumar, dagana 28. júní – 6. júlí. Keppendur frá Dansstúdíó Alice eru á öllum aldri sem eru á leiðinni til Portúgal eru á öllum aldri, eða frá 7 ára upp í 25 ára aldur.


Unnur Anna, Valentína Björk, Aldís, Auður Anna, Ingibjörg Rún, Jóna Marín, Urður og Bjarney Sara keppa sem Small group í flokki 25 ára og yngri í Modern Lyrical 

Sambíó

UMMÆLI