Sóley Margrét Jónsdóttir, hjá Kraftlyftingafélagi Akureyrar, er stödd á evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum í Tékklandi. Hún vann í dag til gullverðlauna og varð þar með evrópumeistari +84kg flokki stúlkna. Auk þess setti hún heimsmet í sínum aldursflokki með því að lyfta 265,5 kílóum í hnébeygju. Sóley fékk gull í hverri einustu grein sem hún keppti í og vann Evrópumeistaratitilinn með miklum yfirburðum.
Sóley bætti heildarárangur sinn um 20,5 kíló en hún lyfti samtals 620,5 kílógrömmum. Þar af lyfti hún 155 kg í bekkpressu, 200 kg í réttstöðulyftu og eins og áður sagði, 265,5 kílóum í hnébeygju.
Hnébeygju Sóleyjar má sjá hér að neðan:
UMMÆLI