Framsókn

Fangi reyndi að strjúka úr fangelsinu á Akureyri

Fangi reyndi að strjúka úr fangelsinu á Akureyri

Fangi í fangelsinu á Akureyri reyndi að strjúka úr fangelsinu á Akureyri í dag. Fanginn komst út úr fangelsinu en var hlaupinn uppi af fangaverði og settur inn aftur.

Í samtali við Vísi.is segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri, að atvikið hafi komið upp þegar opnað var inn á fangaálmuna. Strok eða tilraunir til stroks eru alvarlegustu agabrotin í íslenskum fangelsum. Strok getur haft áhrif á ýmislegt í lífi fanga og verður honum til refsiauka. Páll Winkel segir að strok séu fátíð einna helst vegna þess hversu alvarlegar afleiðingarnar eru fyrir strokufangann.

Fangelsið á Akureyri er minnsta fangelsi landsins og afplána nú 10 fangar þar. Fangarnir sem þar afplána eru í flestum tilfellum ekki taldir hættulegir fangar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó