Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti Suður-Kóreu í vináttuleik snemma í morgun. Leikið var í Suður-Kórey en leikurinn hófst klukkan 5:00 að íslenskum tíma.
Akureyringurinn Rakel Hönnudóttir tryggði Íslendingum sigur með marki í uppbótartíma þegar staðan var 2-2. Allt stefndi í jafntefli þegar Rakel skoraði og tryggði Íslendingum 3-2 sigur.
Rakel kom inná sem varamaður í leiknum líkt og Sandra María Jessen en Anna Rakel Pétursdóttir byrjaði leikinn í vinstri bakverði. Arna Sif Ásgrímsdóttir og Andrea Mist Pálsdóttir sátu allan tímann á varamannabekknum.
UMMÆLI