Stefán Árnason og Jónatan Magnússon munu þjálfa karlalið KA í handbolta áfram næstu tvö árin. Þeir félagar skrifuðu undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA í gær.
Heimir Örn Árnason mun stíga til hliðar en hann hefur þjálfað með Stefáni í vetur.
Jónatan hefur stýrt kvennaliði KA/Þórs undanfarin þrjú ár og náð mögnuðum árangri.
Nánari upplýsingar má nálgast á vef KA með því að smella hér.
UMMÆLI