Skíðafélag Akureyrar vann til fjölda verðlauna á Unglingameistaramótinu1. sæti Hildur Védís Heiðarsdóttir, Skíðafélag Akureyrar 2. sæti Ólafía Elísabet Einarsdóttir, Breiðablik 3. Karen Júlía Arnarsdóttir, Skíðafélag Akureyrar

Skíðafélag Akureyrar vann til fjölda verðlauna á Unglingameistaramótinu

Skíðafélag Akureyrar náði góðum árangri á Unglingameistaramóti Íslands sem haldið var í loks mars. Mótið fór fram á Akureyri í Hlíðarfjalli þar sem margir tóku þátt í keppninni.

Hildur Védís Heiðarsdóttir, frá Skíðafélagi Akureyrar, hreppti 1. sætið í sínum aldursflokki í Alpagreinum, 14-15 ára stúlkur, með 414 stig. Á eftir henni var Ólafía Elísabet Einarsdóttir frá Breiðabliki með 389 stig en í þriðja sæti var Karen Júlía Arnarsdóttir, frá Skíðafélagi Akureyrar, með 336 stig.

Í flokki 12-13 ára stúlkna í Alpagreinum var það Sonja Lí Kristinsdóttir frá SKA sem nældi sér í silfrið. Hún fékk alls 360 stig, ekki nema 12 stigum á eftir sigurvegaranum Elínu Elmarsdóttur frá Skíðafélagi Reykjavíkur.

Í skíðagöngunni var árangurinn ekki síðri en
Birta María Vilhjálmsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar, vann till gullverðlauna í flokki 13-14 ára stúlkna.
Í drengjaflokki 15-16 ára voru það þeir Ævar Freyr Valbjörnsson og Einar Árni Gíslason frá SKA sem tóku annað og þriðja sætið með annars vegar 780 stig og 620 stig hins vegar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó