Veitinga- og kaffihúsinu Símstöðinni lokað

Veitinga- og kaffihúsinu Símstöðinni lokað

Veitinga- og kaffihúsinu Símstöðinni var lokað laugardaginn sl. 23. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá staðnum. Kristján Þórir, stofnandi og eigandi staðarins, hefur selt Símstöðina til nýrra eigenda en sjálfur stefnir hann á að opna nýjan veitingastað og sportbar á Glerártorgi á næstunni eins og Kaffið greindi frá á dögunum.

,,Þetta hefur verið skemmtilegur og lærdómsríkur tími og vonast ég til að þið haldið tryggð við Símstöðina í þeirri mynd sem hún verður hjá nýjum eigendum þegar hún opnar á ný. Ég vil þakka ykkur fyrir góð viðskipti á þessum árum,“ segir Kristján í tilkynningunni.

Hann bætir við að nýr staður hans á Glerártorgi muni opna með vorinu og vonast til að fólk mæti þangað. ,,Á vordögum mun ég opna nýjan veitingastað á Glerártorgi á Akureyri sem mun heita Verksmiðjan – Restaurant. Þetta verður fjölskylduvænn veitingastaður með sportbar á efri hæð. Ég hlakka til að sjá ykkur þar“.

Tengdar fréttir:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó