NTC

Setja upp löggæslumyndavélar á AkureyriFrá vinstri Þórhallur Ólafsson forstjóri Neyðarlínunnar ohf., Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Mynd: akureyri.is

Setja upp löggæslumyndavélar á Akureyri

Samkomulag um uppsetningu á löggæslumyndavélum á Akureyri var undirritað í dag, Þórhallur Ólafsson forstjóri Neyðarlínunnar ohf., Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra undirrituðu samkomulagið.

Vélarnar leysa af hólmi eldri vélar en samtals verða þær níu talsins og munu verða settar upp á stöðum þar sem reynslan hefur sýnt að löggæslumyndavélar komi að notum við rannsóknir á t.d. líkamsárásum og skemmdarverkum.

Tilgangurinn með uppsetningu vélanna er því að koma í veg fyrir skemmdarverk og fækka afbrotum almennt, auka öryggi fólks og greiða fyrir rannsóknum brota. Myndefni úr þessum vélum verður varslað í lokuðu kerfi hjá lögreglunni og hafa ekki aðrir aðgang að því.

Reiknað er með því að framkvæmdir vegna þessa verkefnis hefjist á næstu vikum.

VG

UMMÆLI