SA Víkingar unnu sér inn Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn með sigri á Skautafélagi Reykjavíkur í þriðja sinn í úrslitakeppninni. SA vann leikinn á laugardaginn 4-1 og úrslitakeppnina sjálfa þar með 3-0. Þetta er 21 Íslandsmeistaratitill SA Víkinga.
Keppnistímabilið er nánast fullkomið hjá SA Víkingum í ár en liðið vann alla þrjá titlana sem í boði voru á tímabilinu, Lýsisbikarinn, deildarmeistaratitilinn og Íslandsmeistaratitilinn. Einnig tókst þeim á árinu að fara lengst allra íslenskra liða frá upphafi í evrópsku Continental Cup í haust.
21. fyrsti Íslandsmeistaratitillinn unnin með 4-1
Í umsögn á heimasíðu Skautafélags Akureyrar er farið nákvæmlega yfir atburðarás leiksins. „SA Víkingar byrjuðu leikinn af fullum þunga á laugardag en lentu snemma í refsivandræðum. SR fékk tvær yfirtölur þar sem þeir fengu góð færi til þess að ná forystunni í leiknum en Adam Beukeboom í marki Víkinga varð allt sem á markið kom. SA Víkingar keyrðu upp hraðan og sóknarþungann þegar þeir losnuðu úr prísundinni sem skilaði fyrsta marki leiksins á 15 mínútu þegar Jordan Steger skoraði með góðu skoti. Thomas Stuart-Dant bætti við forystu Víkinga strax í kjölfarið á marki Jordans með hnitmiðuðu skoti af löngu færi beint upp í markvínkilinn og SA því komið í góða stöðu. SR náði að minnka forystuna undir lok lotunnar með skoti frá Aroni Knútssyndi sem Adam missti klaufelag undir hanskann og staðan því 2-1 eftir fyrstu lotu. Önnur lotan var æsispennandi og liðin voru greinilega meðvituð um mikilvægi fjórða marksins og fengu bæði lið góð tækifæri á að ná því en það voru SA Víkingum sem tókst það þegar Jussi Sipponen kláraði góða skyndisókn af sínum alkunnu töfrum og kom SA Víkingum í lykilstöðu. Fyrirliðinn Andri Már Mikaelsson kom Víkingum í ennbetri stöðu skömmu síðar með góðu skoti í marhornið eftir fallegan undirbúning Jóhanns Leifssonar og meistaratitilinn í augsýn. Í þriðju lotunni var nánst ljóst hvoru megin sigurinn myndi enda en SR reyndu hvað þeir gátu á meðan SA Víkingar spiluðu upp á öryggið og fátt markvert gerðist í lotunni nema Víkingar fengu dæmt á sig víti en þá voru aðeins rétt rúmar 3 mínútur eftir af leiknum og þegar það geigaði hjá var öll von úti og SA Víkingar fögnuðu sínum 21 Íslandsmeistaratitli,“ segir í umsögninni.
Bestu leikmenn tímabilsins voru heiðraðir í verðlaunaafhendingunni í lok leiks og voru leikmenn SA Víkingar þar nokkuð áberandi en liðið hafði yfirburði í deildinni lengi framan af. Jordan Steger fékk verðlaun fyrir að vera markahæsti leikmaður tímabilsins í Hertz-deildinni en einnig var hann valinn besti sóknarmaður deildarinnar. Robbie Sigurðsson leikmaður SR var stigahæsti leikmaður tímabilsins, Jussi Sipponen var valinn besti varnarmaður deildarinnar og Adam Beukeboom valinn bæði besti markamaðurinn sem og mikivægasti leikmaðurinn. Til hamingju SA Víkingar með 21 Íslandsmeistaratitilinn!
UMMÆLI