NTC

Líf og fjör á Smakkkvöldi Slippsins í Háskólanum

Líf og fjör á Smakkkvöldi Slippsins í Háskólanum

Árlega heldur Stafnbúi, félag nemenda í sjávarútvegsfræði og líftækni við Háskólann á Akureyri smakkkvöld þar sem boðið er upp á sérkennilega sjávarrétti. Slippurinn keypti nafnið á viðburðinum sem hét því Smakkkvöld Slippsins í ár.

Stjórn Stafnbúa sér um skipulagningu kvöldins og fær samnemendur sína til þess að koma að undirbúningi. Mikil samheldni er í hópnum og flest allir boðnir og búnir til þess að hjálpa til og láta kvöldið verða að veruleika.

Kvöldið var einstaklega glæsilegt, boðið var upp á fjölbreytta sjávarrétti eins og bleikjupizzu, grafinn hval, reykta grálúðu, harðfisk í karamellusósu, djúpsteiktan smokkfisk, fiskisúpu, plokkfisk, beikon og döðluvafin þunnildi og margt fleira. Gestir kvöldsins voru afar ánægðir með það sem boðið var upp á og má segja að maturinn hafi verið umtalaður, enda réttir sem fólk er kannski ekki vant að borða á hverjum degi.

Fyrirtæki úr sjávarútveginum og samfélaginu hjálpuðu til við framkvæmd kvöldsins en eftirfarandi styrktaraðilar að kvöldinu: Slippurinn, Fskeldið Haukamýri, Samherji, ÚA, G.ingason, Arnarlax, Hvalur hf, Papco, Eyjabiti, Sólsker, Fiskikóngurinn, Reykofninn, GPG seafood, HB grandi, Fisk kaup hf, Fiskkompaní, Matur og Mörk, Strikið, Rub23, Kaldi og Ekta fiskur.

Eins og í öllum góðum veislum, voru skemmtiatriði en Karlakór Stafnbúa söng og leiddi hópsöng auk þess sem Stafnbúi var með veglegt happdrætti.

VG

UMMÆLI

Sambíó