Þórsarar tóku við bikarnum í gærkvöldi eftir sigur gegn Vestra á heimavelli í lokaumferð 1. deildar karla í körfubolta.
Þórsarar höfðu þegar tryggt deildar titilinn þegar þeir sigruðu Snæfell í síðustu umferð.
Leiknum í gær lauk með 89:81 sigri Þórs og endaði liðið því efst með 34 stig og leika í efstu deild, Dominos deildinni, á næsta tímabili.
Atkvæðamestur í liði heimamanna í gær var Larry Thomas sem skoraði 29 stig og tók 12 fráköst, þar á eftir kom Kristján Pétur Andrésson með 23 stig. Jure Gunjina skoraði 30 stig fyrir Vestra og tók 10 fráköst.
Viðtal við Pálma Geir, fyrirliða Þórs, frá heimasíðu Þórs má sjá hér að neðan.
UMMÆLI