Rekstur á tjaldsvæði við Þórunnarstræti mun hætta eftir sumarið 2020 eftir að Landsmót skáta fer fram á Akureyri. Þetta kemur fram í Vikudegi.
Andri Teitsson, formaður Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar segir í samtali við Vikudag að ákvörðunin hafi verið tekin annars vegar vegna þess að skátarnir, sem reka tjaldsvæðið, hafi bent á að aðstæðan sé ófullkomin og að rekstur á tveimur stöðum sé flókinn og óhagkvæmur. Skátarnir reka einnig tjaldsvæði á Hömrum.
Þá segir Andri að lóðin við Þórunnarstræti sé mjög áhugaverð til að byggja upp íbúðabyggð eða þjónustu.