Caribe Latin All-Stars heldur stórtónleika á Græna Hattinum

Caribe Latin All-Stars heldur stórtónleika á Græna Hattinum

Hljómsveitin Caribe Latin All-Stars heldur stórtónleika á Græna Hattinum fimmtugagskvöldið sjöunda mars næstkomandi.

Nafnið Caribe vísar í frumbyggja eyja Karíbahafs við Mið og Suður-Ameríku enda tónlist hljómsveitarinnar djúpkryddaður bræðingur bandarískrar jazztónlistar og margslunginna tónlistarhefða hinna mörgu ólíku eyja, þó sérstaklega kúbverskrar hefðar. Heitið Caribe kemur úr spænsku og er talið koma úr tungumáli Taino ættbálksins er einnig byggðu nokkrar eyjanna.  

Tónlistin er samin af víbrafónleikaranum David Samuels og saxófónleikaranum Paquito Rivera er voru meginstoðir hljómsveitarinnar The Caribbean Jazz Project er stofnuð var 1993 og átti glæstan feril fram til ársins 2008. Einnig er sótt í smiðju brasilískra tónskálda eins og Antonio Carlos Jobim sem og annara jazzjöfra t.d. Mark Levine, Tito Puente og Mongo Santamaria. 

Hljómsveitarmeðlimir eru:

Vilhjálmur Ingi Sigurðsson: Trompet/Flugelhorn

Phillip J.Doyle: saxófónn

Michael Weaver saxófónn/klarinett/Flauta

Risto Laur: píanó

Ludvig Kári Forberg: víbrafónn

Stefán Ingólfsson: rafbassi

Haraldur G. Hauksson: trommusett

Haukur Pálmason: slagverk

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó