Ef þú ert að skipuleggja barnaafmæli eða partý og vilt slá í gegn þá erum við með lausn fyrir þig lesandi góður. Þessi frábæru hamborgaramuffins líta skemmtilega út og bragðið er engu síðra.
Hamborgarabrauðið (Vanillumuffins)
210 gr mjúkt smjör
210 gr sykur
3 egg
4 tsk vanilla
300 gr hveiti
¾ dl mjólk (Aðeins meira ef deigið er mjög þykkt)
Smá sesamfræ
Aðferð
Stillið ofninn á 175 °C og blástur. Þeytið smjör og sykur mjög vel saman. Næst er eggjunum bætt við einu í einu og hrært vel á milli. Að lokum er vanillu, hveiti og mjólk hrært saman við.
Degið er svo sett í muffinsform og það er mjög gott að hafa muffinsformin í muffinspönnu til þess að þau leki ekki útum allt.
Setið muffinsið inn í ofn og eftir sirka 1-2 mínútur þá er ofninn opnaður og smá sesamfræjum er stráð yfir deigið.
Bakið muffinsið í sirka 15-20 mín eða þangað til að þið getið stungið tannstöngli í degið og hann kemur hreinn upp.
Hamborgarakjötið (Brownie kökur)
200 gr smjör
1 ½ dl sykur
1 ½ dl púðursykur
3 egg
½ tsk lyftiduft
¼ tsk salt
¾ dl kakó eða 200 gr súkkulaði
1 ½ dl hveiti
Aðferð
Hitið ofninn í 175°C og blástur. Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti (ef að þið notið kakó í uppskriftinni þá bræðið þið bara smjörið). Þegar að smjörið hefur bráðnað þá er því hrært saman við báðar tegundirnar af sykri. Eggjunum er svo bætt við einu í einu og hrært vel á milli. Lyftiduft, salt, hveiti og kakó er sett útí og hrært saman við. (Ef að þið notuðuð súkkulaði þá er kakóinu sleppt)
örlítið volgt vatn [má nota mjólk ef það á að nota kremið strax]
Það er bæði hægt að hella deginu í bökunarmót og í muffinsform til þess að baka. Ef að þið eigið ekki hringlagað mót til þess að skera út þá er betra að nota muffinsformin af því þá þarf ekki að skera neitt út. Brownie kökurnar eru bakaðar í sirka 17 mínútur en þær meiga vera örlítið blautar.
Kál, tómatsósa og sinnep (Vanillusmjörkrem)
300 gr mjúkt smjör
600 gr flórsykur
4 tsk vanilla
1 dl mjólk
Aðferð
Þeytið fyrst smjörið vel og bætið svo flórsykrinum smátt og smátt við ásamt vanillunni og mjólkinni.
Skiptið kreminu jafnt í þrjár skálar og litið það grænt, rautt og gult
Útbúa hamborgarann
Byrjað er á því að skera vanillumuffinsið í tvennt. Síðan er tekin brownie kaka og sett ofan á neðri helminginn af möffinsinu. Því næst er öllum þremur litunum af kreminu sprautað ofan á brownie kökuna og að lokum er efri helmingurinn af muffinsinu settur á.
UMMÆLI