Framsókn

Salerni Menntaskólans ekki lengur merkt sérstöku kyni

Félögin FemMA og prideMA standa fyrir jafnréttisviku í Menntaskólanum á Akureyri sem hófst í dag.

Tilkynntar breytingar á snyrtingum í anddyri skólans í dag, en breytingarnar fela í sér að hér eftir verða snyrtingarnar ekki merktar sérstöku kyni.

Þá verður fyrirlestur frá UN Women seinna í vikunni ásamt bíókvöldi annað kvöld svo fátt eitt sé nefnt.

Félagið prideMA var stofnað nú á haustdögum en FemMA hefur verið starfandi í nokkur ár og er eitt fjölmennasta félag skólans.

Nánari dagskrá á vef skólans, MA.is.

Stjórn FemMA

Sambíó

UMMÆLI