Vopnað rán í verslun á Akureyri

Vopnað rán í verslun á Akureyri

Rán var framið í kjörbúð á Akureyri í morgun. Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglunnar eftir að lögreglunni tókst að rekja ferðir mannsins í nýföllnum snjónum.

Maðurinn ógnaði starfsfólki verslunarinnar með hníf og komst með óverulega upphæð út úr versluninni.

Samkvæmt lögreglunni á Akureyri var maðurinn talinn vera bæði undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Fram kem­ur í færslu lög­regl­unn­ar að maður­inn hafi ekki veitt mót­spyrnu við hand­töku. Hann er nú vistaður í fanga­geymslu þangað til hægt verður að yf­ir­heyra hann.

Starfs­fólki versl­un­ar­inn­ar var boðin áfalla­hjálp og verður ákvörðun um gæslu­v­arðhald tek­in í kvöld.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó