Dalvíkingurinn og söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson er í óðaönn að undirbúa flutning sinn í undankeppni Söngkeppninnar á laugardaginn þegar tekist verður á hver heldur áfram í úrslitin þegar ákveðið verður hvert framlag Íslands í Eurovision verður. Friðrik Ómar flytur lagið Hvað ef ég get ekki elskað en hann sjálfur er höfundur lagsins og textans og sér um flutninginn ásamt bakröddum. Meðal bakradda eru margir af þekktustu söngvurum landsins, Regína Ósk, Jógvan Hansen, Selma Björnsdóttir, Erna Hrönn og Heiða Ólafs.
Friðrik Ómar birti á facebook síðu sinni smá forsmekk af því sem koma skal á laugardaginn þegar hann tók lagið sitt án undirleiks (e. accapella) ásamt bakröddum í bílakjallara í Reykjavík. Hljómburðurinn er einstakur og margir hlustendur hafa líst yfir gæsahúð í kjölfarið.
Hér getur þú horft á myndbandið:
UMMÆLI