Knattspyrnukonan Sandra María Jessen er mætt til Þýskalands þar sem hún er byrjuð að æfa með þýska liðinu Bayer 04 Leverkusen. Sandra skrifaði undir samning hjá liðinu í byrjun árs.Þangað fer hún frá Þór/KA þar sem hún hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil eftir að hafa alist upp hjá Þór. Hún var í ítarlegu viðtali í hlaðvarpsþættinum Heimavöllurinn á Fótbolta.net.
Sjá einnig: Sandra María Jessen gengin til liðs við Bayer Leverkusen
„Þetta er góð blanda af stressi og tilhlökkun. Ég er bara spennt fyrir þessu,“ segir Sandra María.
„Þýska deildin er ein sú besta í heimi og það kitlaði mjög mikið að velja þá deild. Eftir að hafa spilað á móti þýskum liðum í Meistaradeildinni, bæði með Þór/KA og Slavia Prag, þá þekki ég gæðin. Þetta er geggjuð deild með góðum leikmönnum og ég held að þetta sé umhverfi sem getur hjálpað mér að blómstra og bæta mig sem leikmann.“
Hægt er að hlusta á viðtalið við Söndru með því að smella hér.
UMMÆLI