Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri frumsýnir söngleikinn Bugsý Malón þann 8. febrúar næstkomandi í Hofi.
Hátt í 80 krakkar úr leikfélaginu taka þátt í sýningunni ásamt leikstjóra og aðstoðarleikstjóra. Í dag mætti hópurinn í Hof til að leggja lokahönd á söngleikinn.
Leikstjóri söngleiksins er Gunnar Björn Guðmundsson og aðstoðarleikstjóri Jokka G. Birnudóttir. Um tónlistina sér Haukur Sindri Karlsson. Með hlutverk Bugsý fer Bergvin Þór Bernharðsson.
UMMÆLI