Ísland sigraði Ólympíuleikana í eftirréttum

Kokkalandsliðið á leið til Þýskalands.

Kokkalandsliðið á leið til Þýskalands.

Íslenska kokkalandsliðið er nú í Þýskalandi að keppa á Ólympíuleikum í matreiðslu.
Mótið hófst þann 21.október en stendur fram til 26.október. Þá hefur liðið lokið keppni í köldu borði eða Culinary Art Table þar sem þau hlutu gullverðlaun fyrir eftirrétti en silfurverðlaun fyrir aðra rétti. Á kalda borðinu voru þau með rúmlega 30 rétti sem tók þau tvo sólahringa að búa til og stilla upp, en undirbúningur og æfingar fyrir mótið eru búnar að vera í fullum gangi síðastliðna 18 mánuði. Þá er liðið einnig búið að flytja með sér um 4 tonn af búnaði og hráefni fyrir keppnina, enda þurfti liðið að setja sér upp fullbúið eldhús á keppnisstað.

Nú hafa þau lokið fyrri hluta mótsins og þá er seinni hlutinn eftir, þ.e. heitur matur eða hot kitchen, þar sem þau þurfa að töfra fram þriggja rétta matseðil sem saman stendur af forrétti, aðalrétti og eftirrétti fyrir 110 gesti.

Einn af eftirréttum liðsins á Ólympíuleikunum.

Einn af eftirréttum liðsins á Ólympíuleikunum.

Keppninni lýkur svo næstkomandi miðvikudag þegar úrslit allra keppna eru komin í ljós og hægt er að krýna einn heildarsigurvegara.

Á Ólympíuleikunum í ár eru um 2.000 matreiðslumenn frá rúmlega 40 þjóðum. Í landsliðinu okkar eru 16 kokkar með þjálfara og aðstoðarmönnum að auki. Við óskum landsliðinu góðs gengis með framhaldið og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn til þessa!

 

 

Myndir fengnar að láni af facebook síðu landsliðsins:

14731154_1054639177968126_3876231206683651885_n  14650541_1054639087968135_742631627216942865_n
14729164_1054639141301463_4642551798591701130_n

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó