Fyrrum markmannsþjálfari hjá Chelsea ráðinn til Þórs

Fyrrum markmannsþjálfari hjá Chelsea ráðinn til Þórs

Markmannsþjálfarinn Perry Mclahlan hefur verið ráðinn til starfa hjá knattspyrnuliði Þórs á Akureyri. Perry hefur meðal annars reynslu af því að þjálfa hjá stórliði Chelsea á Englandi.

Perry Mcla­hl­an er 28 ára gam­all en hef­ur þegar um tíu ára reynslu af þjálf­un markv­arða bæði á Englandi og í Banda­ríkj­un­um. Perry var í þjálfarateymi hjá kvennaliði Chelsea og hefur einnig unnið hjá Crystal Palace og Wolves í Englandi. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs.

Mcla­hl­an verður í þjálf­arat­eymi Gregg Ryder sem tók við þjálf­un Þórs í haust, auk þess sem hann mun þjálfa mark­menn í yngri flokk­um fé­lags­ins.

Mynd með frétt: Þórsport/Aron Elvar

Hér er viðtal við Perry af heimasíðu Þórs 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó