Það var frábær stemning í KA heimilinu í kvöld þegarKA/Þór tók á móti Selfossi í 11. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta. KA/Þór vann að lokum stórsigur sem var aldrei í hættu.
Liðið var betra allan leikinn og leiddi í hálfleik 16:10. Leiknum lauk svo með 33:22 sigri. KA/Þór er nú í fimmta sæti Olís-deildarinnar með 10 stig.
Olgica Andrijasevic varði alls 23 skot í markinu og Hulda Bryndís Tryggvadóttir var markahæst með 8 mörk.
Mörk KA/Þórs: Hulda Bryndís Tryggvadóttir 8, Martha Hermannsdóttir 6, Rakel Sara Elvarsdóttir 5, Aldís Ásta Heimisdóttir 4, Katrín Vilhjálmsdóttir 4, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 3, Ásdís Guðmundsdóttir 1, Svala Björk Svavarsdóttir 1, Ólöf Marín Hlynsdóttir.
UMMÆLI