Flammeus (listamannsnafn Tuma Hrannar-Pálmasonar) gaf á jóladag út 2. smáskífu af komandi sólóplötu sinni „The Yellow“. Honum til halds og trausts í spilamennsku og upptökum eru Hafsteinn Davíðsson (trommur), Jóhannes Stefánsson (rafgítar) og bræðurnir Guðjón (hljómborðshljóðfæri) og Sigfús (upptökur, mixun og mastering) Jónssynir.
“Lagið, sem heitir „It“, var upprunalega samið á kassagítar þegar ég datt niður á skemmtilega óvenjulega hljóma í E-dúr. Ég var ný orðinn 16 ára, gerðist semsagt í mars/apríl 2014. Sumarið eftir það fór ég með fjölskyldunni í ferð um England og við stoppuðum meðal annars í London. Það var þar sem ég settist undir tré í almenningsgarði í blíðskaparveðri og samdi textann við lagið. Hann er innblásinn af einföldu hlutunum sem færa okkur hamingju í lífinu, þeim sem kosta mann ekki mikið en færa manni mikla hamingju. Fleiri textar við lög á plötunni voru gerðir í þeirri ferð en mögulega verður greint frá því síðar,“ segir Tumi.
“Lagið var eitt það fljótasta að smella hjá okkur á æfingu þegar ég sýndi strákunum það fyrst, enda hentar það dýnamíkinni okkar í bandinu mjög vel verandi frekar fönk-miðað í eðli sínu. Það má finna á spotify og öðrum betri streymisveitum og ég get sagt með vissu að við göngum sáttir frá verki.“
Hlustaðu á lagið It
UMMÆLI