Knattspyrnukonan Arna Sif Ásgrímsdóttir og handboltakappinn Hafþór Már Vignisson voru valin íþróttafólk Þórs árið 2018. Arna Sif stóð sig frábærlega í endurkomunni til Þór/KA í sumar þegar liðið endaði í 2. sæti Pepsi deildarinnar í fótbolta. Hafþór hefur þá verið lykilmaður í liði Akureyrar í Olís deildinni í handbolta í vetur og spilaði stóran þátt í sigri liðsins í Grill 66 deildinni í vor.
Þetta er í fyrsta skipti síðan byrjað var að að velja íþróttakarl og íþróttakonu Þórs árið 2014 að báðir verðlaunahafar eru uppaldir í félaginu.
UMMÆLI