Framsókn

Jólalögin sem allir þekkja í nýjum búningi – Jóladagatal Marínu&Mikaels

Jólalögin sem allir þekkja í nýjum búningi – Jóladagatal Marínu&Mikaels

Marína og Mikael er íslenskur djassdúett sem hefur verið að gera góða hluti í tónlistarsenunni bæði hérlendis og erlendis. Marína Ósk Þórólfsdóttir syngur og Mikael Ásmundsson spilar á gítar. Parið hefur ýmist búið hér á landi eða í Hollandi og eru um þessar mundir búsett í Svíþjóð.

Mikael og Marína.

Nú í desember tóku þau upp á því að setja klassísk íslensk jólalög í nýjan, hugljúfan búning og birta eitt lag á dag í desember undir formerkjunum Jóladagatal Marínu og Mikaels. Útkoman er frábær og notalegir tónar fyrir jólaundirbúninginn. Hér að neðan má sjá lögin sem þau hafa þegar birt. Hægt er fylgjast með dúettnum á Facebook með því að ýta hér.

1.desember – Nú er Gunna á nýju skónum

2.desember – Hátíðarskap

3. desember – Jólablús

4. desember – Yfir fannhvíta jörð

5. desember – Snæfinnur snjókall

6. desember – What are you doing New Year’s eve?

7. desember – Er líða fer að jólum

8. desember – Snjókorn falla

9. desember – Gleði og friðarjól

10. desember – Þú komst með jólin til mín

11. desember – Jólasveinninn minn 

 

VG

UMMÆLI

Sambíó