Akureyri tapaði gegn Stjörnunni í níundu umferð Olís deildar karla í kvöld, 29-26.
Leikurinn var spilaður í TM höllinni í Garðabæ og var hörkubarátta. Staðan í hálfleik var 13-14 fyrir Akureyri en fyrrum leikmaður Akureyrar Sveinbjörn Pétursson reyndist Akureyringum erfiður og hreinlega lokaði marki Stjörnunnar á köflum.
Markahæstur Akureyringa var Hafþór Már Vignisson með 7 mörk, næst á eftir kom Garðar Már Jónsson með 5 mörk.
Í liði heimamanna var Egill Magnússon markahæstur með 9 mörk og þar á eftir Leó Snær Pétursson með 8 mörk.
Akureyri er því sem fyrr á botni deildarinnar með 3 stig eftir 9 umferðir. Næsti leikur liðsins er sunnudaginn 25. nóvember þegar FH koma í heimsókn norður.
UMMÆLI