Framsókn

Kristján Þór Júlíusson og Guðbjörg Ringsted selja hús sitt á AkureyriÁsvegur 23 er kominn á sölu.

Kristján Þór Júlíusson og Guðbjörg Ringsted selja hús sitt á Akureyri

Kristján Þór Júlíusson, Sjávarútvegsráðherra, og kona hans Guðbjörg Ringsted, hafa sett einbýlishús sitt á Akureyri á sölu. Húsið er byggt 1956 og stendur við Ásveg 23. Hjónin vilja fá 85 milljónir króna fyrir húsið sem er á tveimur hæðum auk kjallara og bílskúrs. Alls er húsið 330 fermetrar en fasteignamat eignarinnar er 56,5 milljónir. Ekki fylgir fréttum hvort að hjónin séu búin að fjárfesta annarsstaðar á Akureyri. Eiríkur Jónsson greinir fyrst frá.

Eignin skiptist í anddyri, hol, snyrtingu, forstofu/geymslu, þvottahús, búr og bílskúr. Eldhús, borðstofa og stofa á 1. hæð. Í kjallara er geymsla, rými sem er nýtt sem vinnuaðstöðu og hvíldarrými og þar fyrir innan er baðhús, sem inniheldur m.a. gufubað. Á 2. hæð eru fimm svefnherbergi, hol og baðherbergi.

Sjáðu myndirnar af húsinu hér að neðan.
Með því að ýta á myndirnar verða þær stærri. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó