Framsókn

Fjórir nemendur í MA hlutu viðurkenningu í stærðfræðikeppni framhaldsskólannaMenntaskólinn á Akureyri. Mynd: ma.is

Fjórir nemendur í MA hlutu viðurkenningu í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna

Forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram um allt land í október. Veitt eru viðurkenningarskjöl fyrir góðan árangur og fá þeir nemendur jafnframt þátttökurétt í lokakeppni sem fram fer í byrjun mars 2019. Keppt er á tveimur stigum, neðra stigi (fyrsta ár) og efra stigi (eldri nemendur).

MA átti fjóra nemendur á efra stigi sem fengu viðurkenningu og óskum við þeim til hamingju með það. Þetta voru þeir Andri Þór Stefánsson, Friðrik Snær Björnsson, Friðrik Valur Elíasson og Magni Steinn Þorbjörnsson.

Sambíó

UMMÆLI