Unnur Jónsdóttir, íbúi á öldrunarheimilinu Hlíð, fagnaði á laugardag 100 ára afmæli sínu. Bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, heimsótti Unni á afmælisdaginn og færði henni blóm í tilefni dagsins.
Unnur fæddist í Norðurgötu 4 á Akureyri og hefur búið á Akureyri alla sína tíð. Bjó hún í rúm 60 ár í Gránufélagsgötu 43 (Vopnahúsið), þaðan fluttist hún í Lindasíðu 4 þar sem hún var búsett í 22 ár og býr nú á Hjúkrunarheimilinu Hlíð. Einnig var hún í sveit á Litla Hamri í Eyjafjarðasveit og var sú vera og fólkið þar henni afar kært.
Unnur hefur á starfsaldri sínum sinnt ýmsum störfum, m.a. hjá fataverksmiðjunni Gefjun, Heklu, síldarvinnslu á Siglufirði og Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar. Einnig var Unnur heimavinnandi og sinnti umönnun foreldra sinna en faðir Unnar náði einnig 100 ára aldri.
Nánari umfjöllun má finna á heimasíðu Akureyrarbæjar með því að smella hér.
UMMÆLI