Gæludýr.is

Sigurður Marínó snýr aftur í Þór

Sigurður Marínó snýr aftur í Þór

Knattspyrnumaðurinn Sigurður Marinó Kristjánsson er komin heim til Þórs Akureyri eftir eins árs veru hjá Magna frá Grenivík. Siggi, sem er 27 ára gamall miðjumaður, hóf meistaraflokksferilinn hjá Þór sumarið 2007.

Sigurður hefur spilað 208 leiki fyrir Þór á ferlinum og skorað 17 mörk fyrir liðið. Hann spilaði með Magna í Inkasso deildinni í sumar og hjálpaði liðinu að forðast fall.

„Þetta eru afar ánægjuleg tíðindi og ljóst að reynsla Sigurðar á eftir að vega þungt og ljóst að nú gleðjast Þórsarar almennt. Bjóðum Sigurð Marinó velkomin til Þórs á ný og vonum að hér heima eigi honum eftir að líða vel og blómstra sem aldrei fyrr,“ segir í tilkynningu frá Þór.

Það var Gestur Arason gjaldkeri knattspyrnudeildar Þórs sem undirritaði samninginn fyrir hönd Þórs. Sigurður Marinó skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Sambíó
Sambíó