A! Gjörningahátíð

Hvanndalsbræður heiðra minningu Ingimars Eydal – Myndband

Hvanndalsbræður heiðra minningu Ingimars Eydal – Myndband


Hvanndalsbræður hafa ákveðið að heiðra hinn merka tónlistarmann Ingimar Eydal með því að endurgera lagið María Isabel. Ingimar hefði orðið áttræður í dag, 20. október.

Lagið birtist fyrst á plötunni Í sól og sumaryl sem kom út árið 1972. Myndbandið er sérstaklega skemmtilegt en það er samsett úr mörgum gömlum og góðum mynböndum sem Ingimar Eydal og félagar gáfu út. Kristján Kristjánsson annaðist gerð myndbandsins.

„Það var gaman að detta inn í stemminguna sem fylgdi þessu tímabili og má segja að maður hafi óvænt lyft sér örlítið upp, bæði við upptökuna á laginu sem og við vinnslu myndbandsins. Við vorum allir sammála um að við fundum svolítið fyrir tíðarandanum sem var á gullárum Ingimars og það færðist yfir okkur meir ró og örlítið meiri þokki,“ segir Summi Hvanndal, einn af meðlimum sveitarinnar í samtali við Kaffið.is.

„Leikstjórinn var líka oft að hamast við að beita myndavélinni á sama hátt og þeir gerðu á þessum tíma og t.d. kallaði hann einhverntíman á okkur að við þyrftum að skjóta ákveðið atriði aftur þar sem það var ekki nógu illa panað, hvað sem það þýðir,“ segir Valur Hvanndal.

Kaffið.is frumsýnir myndbandið hér í dag í tilefni afmælisins. Eins og má sjá á myndunum að neðan eru mikil líkindi með myndbandinu hjá Hvanndalsbræðrum og nokkrum klassískum myndböndum Hljómsveitar Ingimar Eydals.

hvanndalsbraedur-maria-isabell-master-00_04_28_04-still002vts_03_1-mov-00_00_42_14-still001

 

 

 

 

 

hvanndalsbraedur-maria-isabell-master-00_04_42_29-still004 vts_03_1-mov-00_01_15_03-still003

hvanndalsbraedur-maria-isabell-master-00_05_39_13-still012 vts_03_1-mov-00_04_26_19-still004

hvanndalsbraedur-maria-isabell-master-00_05_57_17-still013 vts_03_1-mov-00_16_46_22-still009

hvanndalsbraedur-maria-isabell-master-00_06_33_17-still014 vts_03_1-mov-00_10_06_19-still005

 

VG

UMMÆLI

Sambíó