Orðin þreytt á rassþungum unglingum á grindverkinu. „Það dugði ekki að setja nagla“Myndir: Facebook

Orðin þreytt á rassþungum unglingum á grindverkinu. „Það dugði ekki að setja nagla“

Langar að strengja gaddavír utan um grindverkið.

Björg Guðjónsdóttir, íbúi á Akureyri er orðinn þreytt á því að horfa upp á rassþunga unglinga setjast á grindverkið við húsið þar sem hún býr. Björg hefur reynt ýmsar aðferðir til að losna við vandamálið en án árangurs. Björg greindi frá þessu á Facebook. 

Garðurinn hjá Björg stendur við Hörgárbraut á Akureyri en þar stoppar strætó. Það var einmitt í Facebook-hópnum Notendur strætisvagnana í Akureyrarbæ sem Björg greindi frá málinu. „Gegnum árin hafa ungmenni verið rassþung á grindverkinu við hlið strætóskýli. Nú lét ég fjarlægja grindverkið, sem er næst skýlinu, enda marg búið að fá viðgerðir. Nú verður fróðlegt að vita, mun verða farið lengra til að geta setið á grindverkinu?“ skrifar Björg sem segir í samtali við Nútímann að unglingar hreinlega elski að setjast á grindverkið og rugga sér.

Björg hefur reynt ýmsar aðferðir í gegnum árin en án árangurs. „Það dugði ekki að setja nagla, þeir voru bara beygðir. Mig langaði til að setja gaddavírsstreng en það má ekki vegna þess að það gæti valdið skaða á rassþungum,“ segir Björg.

Frétt Nútíminn

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó