Á kafi í fullveldi er skemmtilegt og öðruvísi málþing sem haldið verður í Sundlaug Akureyrar í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands laugardaginn n.k. 20. október. Þar verður boðið upp á fjölmarga ólíka viðburði sem allir hafa það að markmiði að bregða litríku og ólíku ljósi á hugtakið fullveldi. Viðburðunum er ætlað að höfða til breiðs aldurshóps þar sem fræðimenn flytja stutt framsöguerindi og stýra síðan umræðum. Rýmin eru mörg og margskonar og nýtt verða bæði laugar, pottar og þurrar vistarverur. Sundfatnaður verður því ekki algjört skilyrði fyrir þátttöku.
Enginn aðgangseyrir verður í sundlaugina milli kl. 12:30-15:30 og í anddyri verður boðið upp á kaffi og með því fyrir svanga hátíðargesti. Kynnir hátíðarinnar er María Pálsdóttir.
Þeir sem fram koma:
Finnur Friðriksson – Er íslenskan fullvalda mál?
Anna Soffía Víkingsdóttir – Konur og íþróttir
Árni Gunnar Ásgeirsson – (Væntanlegt)
Ivan Mendes – Söngstund fyrir börnin
Jonna/Jónborg Sigurðardóttir -Plastveldi
Grétar Þór Eyþórsson – Fullveldi sveitarfélaga?
Arndís Bergsdóttir – Fjallkonur og framfaramenn : Fullveldi og kynjaðar frásagnir menningararfsins
Gerður Kristný – Upplestur
Sigga Dögg – Upplestur KynVeru
Aflið/Hjalti Ómar Ágústsson – Ábyrgð pungsins
Guðmundur Ævar Oddsson – Stéttaskipting í upphafi fullveldistímans
Amtsbókasafnið á Akureyri/Hrönn Björgvinsdóttir – Sögustund fyrir börnin
Nanna Ýr Arnardóttir – Fullveldi og Íþróttir „Gerum okkar besta og aðeins betur ef það er það sem þarf“
Brynhildur Bjarnadóttir – Ásýnd landsins 1918, hvað hefur breyst?
Birgir Guðmundsson – Fjölmiðlar og fullveldi
Una & Eik – Tónlistarflutningur
Sigga Dögg – Fullveldi píkunnar / Á kafi í fullveldi – píkuumræður í kvennaklefanum!
Börkur Már Hersteinsson – (Væntanlegt)
Vandræðaskáld – Sullveldi
Á kafi í fullveldi er hluti af dagskrá 100 ára fullveldisafmæli Íslands, styrkt af Fullveldissjóði og unnið í samstarfi við Akureyrarbæ, Sundlaug Akureyrar, Háskólann á Akureyri, Akureyrarstofu, Amtsbókasafnið á Akureyri og Aflið.
ATHUGIÐ: Nánari dagskrá, tímasetningar og staðsetningar koma fljótlega en með því að smella HÉR getur þú fylgst með viðburðinum.
UMMÆLI