Nú hefur verið sett upp hraðahindrun á Glerárgötunni en hávær umræða hefur verið undanfarið um lítið öryggi gangandi vegfarenda á þessu svæði. Ekið var á sex ára dreng sem var á leiðinni yfir Hörgárbrautina á Akureyri nú í lok september en drengurinn lærbeinsbrotnaði í kjölfarið og þurfti í aðgerð.
Íbúar Holta- og Hlíðahverfis hafa lengi kallað eftir breytingum á svæðinu en umferðarslys virðast ansi tíð við götuna. Í nóvember á síðasta ári var ekið á konu og hund hennar með þeim afleiðingum að hundurinn dó og konan fótbrotnaði. Skömmu áður var þriggja bíla árekstur við götuna. Framkvæmdir við uppsetningu umferðarljósa við gangbrautina hófust í maí sl. en enn hafa þau ekki verið tengd og tekin í notkun.
Í dag var hafist handa við að setja upp hraðahindrun á svæðinu, hindrun líkt og hefur verið sett upp undanfarin ár í Gilinu áður en Bíladagar hefjast í júní.
Sjá einnig:
Íbúar í Holta- og Hlíðarhverfi ósáttir eftir enn eitt slysið
UMMÆLI