NTC

Topp 10 – Verstu íslensku sjónvarpsþættirnir

Topp 10 – Verstu íslensku sjónvarpsþættirnir

Topp 10 listinn er reglulegur liður hérna á Kaffinu en að þessu sinni tók ég saman lista yfir verstu  sjónvarpsþætti Íslandssögunnar. Ég vildi helst hafa Youtube klippur af öllum þáttunum en því miður fyrir okkur og sem betur fer fyrir þá sem standa að þáttunum var það ekki alltaf til.
Gjörið þið svo vel!

10. Mið-Ísland – Er mikill aðdáandi þessara drengja en þeim tókst að búa til heila grínseríu sem var hræðileg.

9.Búbbarnir – Brúður sem mig hefur lengi langað að kveikja í.
https://youtu.be/8Jj3SaIVEeI

8. Ástríður – Mana þig til að horfa á heilan þátt, það er ekki séns að þú náir að klára hann.

7.Hringekjan – Líklega frægasti vondi þáttur Íslands. Gói er pottþett fínn kall en þessi þáttur var ekkert eðlilega lélegur.

6. Ertu skarpari en skólakrakki – Börn öttu kappi við fólk undir meðalgreind. Fann því miður ekki klippu af íslenska þættinum en læt fylgja klippa af erlendu útfágunni.

5. Leitin að strákunum – Þátturinn gekk út á það að Sveppi, Auddi og Pétur Jóhann voru að leita af arftökum á skjáinn. Áheyrnaprufur um allt land og sá heppni átti að fá sinn eigin þátt. Hræðileg hugmynd.
https://youtu.be/u9C1AaqOAaQ

4. Landsins snjallasti – Hálfdán í djúpu lauginni stjórnaði þætti þar sem fólk úr sömu starfsstétt keppti í spurningakeppni. Þar fengum við t.d að vita hver er landsins snjallasti rafvirki. Datt ekki nokkrum manni í hug að stoppa þetta áður en þetta fór í loftið?
halfdan

3.Kallakaffi – Þó svo að Valdimar Örn Flygenring sé sexy gaur þá náði hann ekki að bjarga þessum þáttum. Þetta var hræðilegt.
kallikaff
2. Makalaus – Tobba Marínós skrifaði íslensku útgafuna af Sex and the city, allar klisjurnar og allur viðbjóðurinn fékk að vera með.

1. Jing Jang – 70 mínutur voru færðar á Stöð 2 og Ofur-Hugi fekk það verkefni að fylla í það skarð á Popp Tíví. Þátturinn var samblanda af spurningakeppni og spjallþætti og fékk Hugi til liðs við sig Þorkel Mána og konu sem hét Elma. Til að gera langa sögu stutta þá er þetta það versta sem hefur verið varpað á sjónvarpsskjá okkar Íslendinga.

Í þessum stól sat Hugi þegar hugmyndin kviknaði

Í þessum stól sat Hugi þegar hugmyndin kviknaði.

 

VG

UMMÆLI

Sambíó