Gæludýr.is

Gregg Ryder ráðinn nýr þjálfari Þórs

Mynd: Palli Jóh

Knattspyrnudeild Þórs réð í dag Gregg Ryder sem þjálfara meistaraflokks karla og tekur hann við liðinu af Lárusi Orra Sigurðssyni. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs í dag.

Gregg sem er einungist þrítugur hefur töluverða reynslu af þjálfun á Íslandi. Hann hefur þjálfað Þróttara frá Reykjavík frá árinu 2013 en lét þar af störfum síðasta vor.

Þar áður hafði hann verið aðstoðarþjálfari Hermanns Hreiðarssonar með meistaraflokk ÍBV en Ryder hafði einnig þjálfað 2. flokk ÍBV sem og fleiri yngri flokka félagsins. Gregg Ryder lærði þjálfun og viðskiptafræði í Bandaríkjunum. Hann skrifaði undir tveggja ára samning hjá Þór

Það var Óðinn Svan Óðinsson formaður knattspyrnudeildar Þórs sem undirritaði samninginn fyrir hönd Þórs.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó